Tap Útvarps Sögu í fyrra nam 1,8 milljónum króna, sem er töluvert betra en afkoman árið 2011 þegar tap félagsins nam 7,9 milljónum. Þyngsti liðurinn í rekstrarreikningi félagsins er nettó fjármagnskostnaður sem nam í fyrra 2,9 milljónum króna í samanburði við sex milljónir árið 2011.

Eignir félagsins jukust um tæpar fjórar milljónir króna milli ára vegna hækkandi viðskiptakrafna. Eigið fé Útvarps Sögu var neikvætt um 12,5 milljónir króna, en var neikvætt um 10,7 milljónir í árslok 2011.

Eigandi félagsins er Arnþrúður Karlsdóttir.