World class
World class
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Fyrirtaka í máli ÞS69 ehf., áður Þreks, móðurfélags World Class, gegn Laugum ehf. verður í Héraðsdómi Reykjavíkur 23. ágúst nk. Málið byggir á því að skiptastjóri ÞS69 vill láta rifta þeirri ráðstöfun er eignir voru færðar frá Þreki til Lauga í september 2009. Þá voru greiddar fimm milljónir króna í reiðufé og um 20 milljóna króna launaskuldbindingar yfirteknar er rekstur World Class var færður yfir á nýja kennitölu. Skiptastjóri telur hann vera allt að 960 milljónir króna virði. Kröfur í bú ÞS69 námu 2,2 milljörðum króna.