*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Erlent 24. september 2019 07:30

Enn þyngist róður Þýskalands

Iðnframleiðsla dregst mikið saman í Þýskalandi og hagkerfið tekur dýfu niður á við.

Ritstjórn
Bílaframleiðsla hefur átt undir högg að sækja það sem af er ári.
Aðsend mynd

Þýska hagkerfið hefur ekki tekið dýpri dýfu niður á við í sjö ár, að því er kemur fram á fréttavef Bloomberg. Samdráttur í iðnframleiðslu haldi áfram og aukinn þrýstingur er á stjórnvöld um að grípa til aðgerða til að vega á móti samdrættinum. 

Miðað við síðustu hagtölur hefur framleiðsla í verksmiðjum Þýskalands ekki dregist jafnmikið saman í meira en áratug. Þá sé áhrif samdráttarins í framleiðslugreinum farin að gæta á vinnumarkaði og að samanlögðu séu vísbendingar um að stærsta hagkerfið í Evrópu sé á renna inn í samdráttarskeið. 

Gengi evrunnar lækkaði í kjölfar þessara tíðinda og veiktist um 0,3% gagnvart dollar í gær. Þá féllu hlutabréfverð víðast hvar í Evrópu og féll þýska vísitalan Stoxx 600 um eitt prósent í Kauphöllinni í Frankfurt.

Bloomberg segir greinendur skrifa versnandi horfur á hækkun tolla, erfiðleika í bílaframleiðslu og óvissuna í tengslum við Brexit. Að samanlögðu séu þessir þættir líklegir til að gera vonir um hagkerfið vaxi frekar á árinu að engu.  

Stikkorð: Þýskaland