Að sögn Ragnars Birgissonar, framkvæmdastjóra Icelandic Water Holdings ehf, er enn unnið að gangsetningu verksmiðju félagsins í Ölfusinu.

,,Við erum að keyra í gegn ákveðnar flöskustærðir til að ná upp ákveðinni nýtingu og við erum nú að keyra nýja flöskustærð. Við höfum haft erlenda menn hér hjá okkur við að stilla þetta af um leið og við þjálfum mannskapinn. Á meðan við erum í þessu gangsetningarferli hefur verið langur vinnudagur hjá fólkinu hjá okkur.”

Gangsetningaferlið er tvískipt. Annars vegar eru vélarnar settar upp en í seinni hlutanum eru þær tengdar og samhæfðar þannig að þær nái ákveðinni afkastagetu. Þetta ferli hófst í ágúst síðastliðnum og er því talsvert langvinnt.

Ragnar sagði að það hefði verið hægt að finna betri tíma til að hleypa verksmiðjunni af stað auk þess margvíslegar tafir hefðu verið á framkvæmdatíma, meðal annars vegna aukinna krafna á umhverfissviðinu.  Hjá félaginu er nú ein vakt starfsmanna en hægt væri að framleiða á þremur. Ragnar sagði enga ákvarðanir verið teknar um að auka það. Þar sem nú væri vetur væri eftirspurn eðlileg aekki mjög mikil.