Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands funda hjá ríkissáttasemjara í kvöld, samkvæmt heimildum Visi og mbl.is .

Icelandair sleit viðræðum um kjarasamning við FFÍ í gær og tilkynnti jafnframt að öllum flugfreyjum og flugþjónum flugfélagsins hafi verið sagt upp. Einnig kom fram að Icelandair myndi leita til annars samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði.

Í frétt mbl.is segir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafi kallað samninganefndirnar á fund til sín. Hann flaug frá Ísafirði til Reykjavíkur í dag til að funda í Karphúsinu.