Afkoma alþjóðaflugfélagsins á Grænhöfðaeyjum, Cabo Verde Airlines, sem Icelandair á 36% hlut í, er sögð hafa verið undir væntingum í nýju ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var eftir lokun markaða í gær.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá tapaði Icelandair 31 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, en þar af er kostnaður vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem veldur Covid 19 sjúkdómnum sagður nema 23 milljörðum króna.

Í uppgjörinu segir jafnframt að neikvæð þróun í starfsemi flugfélagsins á Grænhöfðaeyjum geti haft áhrif á rekstur dótturfélagsins Loftleiðir, en það leigir CVA vélar.

Jafnframt er fjallað um leit félagsis að langtímafjármögnun, en Viðskiptablaðið fjallaði um það í byrjun febrúar að íslenski fjárfestahópurinn, leiddur af Icelandair, sem keypt hefði 51% hlut í félaginu hefði fært niður milljarðs króna fjárfestingu að fullu.

Meðal fjárfesta í hópnum auk Icelandair má nefna Björgólf Jóhannsson fyrrum forstjóra Icelandair, en hópurinn hafði vænst þess að flugfélagið á eyjunum gæti verið kominn í hagnaðarrekstur strax á næsta ári, 2021 .

Hér má lesa frekari fréttir um fjárfestingar Icelandair í öðrum flugfélögum á Atlantshafseyjum: