Auglýsingastofan Ennemm hagnaðist um 1,3 milljónir króna árið 2017 samanborið við tæpa 1,1 milljón árið 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Tekjurnar námu 1,7 milljörðum króna árið 2017 og stóðu í stað milli ára.

Stærsti kostnaðarliðurinn var aðkeypt efni og þjónusta en sá liður nam 1,46 milljörðum króna. Launakostnaður jókst lítillega milli ára eða úr 437 milljónum í 451 milljón.

Meðalfjöldi starfsmanna var 36 og jókst um einn á milli ára. Starfsmönnum Ennemm fjölgaði um einn á árinu en meðalfjöldi þeirra árið 2017 var 36.

Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri stofunnar á 41% hlut í Ennemm.