*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 14. ágúst 2018 08:40

Ennemm hagnast um 1,3 milljónir

Auglýsingastofan Ennemm hagnaðist um 1,3 milljónir króna árið 2017 samanborið við tæpa 1,1 milljón árið 2016.

Ritstjórn
Fyrirtækið Origo er eitt af viðskiptavinum auglýsingastofunnar Ennemm.

Auglýsingastofan Ennemm hagnaðist um 1,3 milljónir króna árið 2017 samanborið við tæpa 1,1 milljón árið 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Tekjurnar námu 1,7 milljörðum króna árið 2017 og stóðu í stað milli ára.

Stærsti kostnaðarliðurinn var aðkeypt efni og þjónusta en sá liður nam 1,46 milljörðum króna. Launakostnaður jókst lítillega milli ára eða úr 437 milljónum í 451 milljón.

Meðalfjöldi starfsmanna var 36 og jókst um einn á milli ára. Starfsmönnum Ennemm fjölgaði um einn á árinu en meðalfjöldi þeirra árið 2017 var 36.

Jón Sæmundsson framkvæmdastjóri stofunnar á 41% hlut í Ennemm. 

Stikkorð: Uppgjör Ennemm