*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 8. ágúst 2020 16:01

Ennemm hagnast um eina milljón

Tekjur auglýsingastofunnar námu 1,7 milljörðum króna og EBITDA 12,6 milljónum á síðasta ári.

Ritstjórn
Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Ennemm

Hagnaður auglýsingastofunnar Ennemm nam 1,1 milljón á síðasta ári samanborið við 1,3 milljónir árið 2018. Hagnaðarhlutfall félagsins var um 5,6% og EBITDA nam 12,6 milljónum. Tekjur stofunnar námu 1.702 milljónum og jukust um 147 milljónir frá fyrra ári. 

Rekstrargjöld námu 1.698 milljónum en þar af voru aðkeypti efni og þjónusta um 1,1 milljarður, annar rekstrarkostnaður 127 milljónir og laun og launatengd gjöld 445 milljónir. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu var 35 talsins. 

Eignir félagsins hækkuðu um tæpar 42 milljónir milli ára og námu 263 milljónum í árslok 2019. Eigið fé var um 39 milljónir, skuldir 224 milljónir og eiginfjárhlutfall því 14,8%. 

Jón Sæmundsson er framkvæmdastjóri og jafnframt stærsti hluthafi Ennemm.

Stikkorð: Ennemm Jón Sæmundsson