*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 18. desember 2017 12:27

Ennþá ósamið um flug yfir Rússland

Ef íslensku flugfélögin ætla sér að fljúga til Austur-Asíu er flugleyfi yfir Rússland ein lykilforsenda.

Ritstjórn
Tafir á samningum stjórnvalda um flugleyfi yfir Rússlandi gætu sett fyrirætlanir WOW air um flug til Austur-Asíu í uppnám.
Haraldur Guðjónsson

Ef íslensku flugfélögin ætla sér að fljúga til Austurlanda fjær er lykilforsenda að samningar tekist við Rússa um leyfi til að fljúga yfir landið og komast þannig stystu leiðina til áfangastaða í Kína, Japan, S-Kóeru og fleiri landa í þeim heimshlluta. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Túrista kemur fram að ekkert slíkt samkomulag sé í höfn. Viðræður hafi hins vegar átt sér stað milli íslenskra og rússneskra stjórnvalda um þess háttar samkomulag áttu sér stað í Moskvu í sumarbyrjun og aftur í Reykjavík í haust.

Það er þó ekki nóg að íslenskir ráðamenn nái slíku samkomulagi við Rússa heldur verða flugfélögin einnig að gera álíka samning hvert fyrir sig í framhaldinu. Eftir heimildum Túrista eru líkur til þess að Rússar setji það sem skilyrði að viðkomandi flugfélag hefji fyrst áætlunarflug til Rússlands og sýni fram á að þeirri flugleið verði haldið úti í lengri tíma áður en samþykki fyrir yfirflug er gefið.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur gefið það út að félagið stefni á áætlunarflug til Asíu á næsta ári en miðað við samningaviðræður stjórnvalda gætu sett strik í reikninginn.

Icelandair er eina flugfélagið sem haldið hefur úti áætlunarferðum milli Íslands og Rússlands en sumrin 2013 og 2014 bauð félagið upp á flug til Sankti Pétursborgar.