ORF - Líftækni
ORF - Líftækni
© BIG (VB MYND/BIG)

Viðskiptablaðið heimsótti í vikunni ORF líftækni og kynntist þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þar var gestunum vel tekið og óhætt að segja að margt hafi vakið athygli. ORF líftækni var stofnað árið 2001 og bætti við sig dótturfyrirtækinu SIF Cosmetics árið 2009. Fyrirtækið selur vörur um allan heim.

„Sif Cosmetics var stofnað í apríl 2009 og nú er megináherslan hjá okkur á Sif. Ég hugsa að þunginn næstu tvö árin verði kannski 80% á húðvörurnar.“ Segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins ORF Líftækni. Sif Cosmetics er dótturfélag ORF Líftækni. Sif framleiðir húðvörur sem notið hafa mikilla vinsæla jafnt innan lands sem utan.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins fór í heimsókn til ORF Líftækni og fékk að kynnast fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins. Meðal þeirra sem rætt var við er Auður Magnúsdóttir, deildarstjóri prótíntæknideildar sem sagðist ekki eyða eins miklum tíma í hvítum sloppi við tilraunaglösin og hún gerði áður. Starfsmenn segja fyrirtækið þó enn vera svolítið nördafyrirtæki.

ORF - Líftækni
ORF - Líftækni
© BIG (VB MYND/BIG)

Inni á skrifstofu framkvæmdastjórans er tússtafla með útreikningum sem ekki er á færi allra að skilja. Á myndinni eru þau Björn Lárus, Eiríkur Sigurðsson og Auður Magnúsdóttir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.