Mál Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdarstjóra orkufyrirtækisins Enron, verður tekið fyrir af þriggja manna nefnd dómara í Houston dag. Samkvæmt Wall Street Journal er þetta tækifæri Skillings líklega það síðasta en jafnframt það besta til þess að losna úr fangelsi.

Skillings afplánar 24 ára dóm vegna brota í starfi sem framkvæmdarstjóri hins gjaldþrota Enron.

Dómararnir munu í dag hlusta á rökstuðning lögfræðinga Skillings um afhverju sakfelling á árinu 2006 hafi verið röng í einhverjum af þeim 19 ákæruatriðum sem Skillings var sakfelldur fyrir.

Saksóknara varð á

Í júní síðastliðnum komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að saksóknara hafi misbeitt ákærulið sem varðar reglu sem kallast á frummálinu "honest services fraud". Er þetta ein tegund fjársvika.

Deilan í máli Skilling snerist um hvort einstaklingur þyrfti sjálfur að hagnast á verknaðnum. Reglan hefur mikið verið gagnrýnd þar sem hún er lítt skilgreind og færir saksóknurum mikið svigrúm. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn í máli Skilling hafi notað lagaregluna með óeðlilegum hætti.

Skillings hefur nú setið inni í nærri fjögur ár.