365 miðlar voru hlutskarpastir í baráttunni um útsendingarréttinn að enska boltanum fyrir næstu þrjú leiktímabil, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Niðurstaða útboðsins hefur ekki enn verið kynnt opinberlega, en nú er í gildi svokallaður kyrrstöðusamningur á meðan gengið er frá þáttum eins og fjárhagslegri hlið samningsins. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að verðið á útsendingarréttinum til næstu þriggja ára sé ekki undir einum milljarði króna.

Skjárinn bauð einnig í sýningarréttinn í útboðinu, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins tók þriðji aðili einnig þátt í útboðinu. Ekki er hins vegar vitað hver þessi þriðji aðili var.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Ara Edwal, forstjóra 365, í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

 • Tugir refsimála vegna vangoldinna skatta eru á borði sérstaks saksóknara
 • Umboðsaðili Apple fékk lögbann á íslenska netverslun
 • Seðlabankinn svarar ekki erindi þýskrar lögmannsstofu
 • Sjúkrasjóður hjúkrunarfræðinga takmarkar greiðslur til félagsmanna
 • Inngrip Seðlabankans eru ekki til þess að verja gengi krónunnar að sögn Seðlabankastjóra
 • Margir lykilþingmenn stjórnarinnar missa sæti sín miðað við nýjustu skoðanakönnun
 • Afkoma Marels var nokkuð undir afkomu ársins 2011 en var í takti við spár greiningaraðila
 • Stjórnarformaður Eyris Invest segir höftin gera leit að erlendum stjórnendum erfiðari
 • Svokallaðar gjaldeyrisvarnir tvöfölduðu tap fasteignafélagsins Þráins ehf.
 • Snæbjörn Steingrímson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir í viðtali vikunnar að persónulegt níð fylgi starfinu
 • Hlutabréfasjóðirnir stækka og stækka
 • Gólfflötur frá Mosfellsbæ er til sýnis í Galleríi í New York
 • Viðskiptablaðið fer yfir helstu atriði sem ber að hafa í huga við hreindýraveiðar
 • Óðinn skrifar um gjaldeyrishöft og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
 • Anna Margrét Björnsson segir frá því sem henni finnst skemmtilegt og leiðinlegt við Facebook
 • Nærmynd af Ara Kristni Jónssyni, rekstors Háskólans í Reykjavík
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um nýjan formann Samfylkingarinnar
 • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira