Nú er ljóst að sjónvarpsstöðin Sýn fær sýningarréttinn að enska boltanum 2007 - 2010. Á bloggsíðu Steingríms Ólafssonar kemur fram að Skjársport eða Skjár Einn drógu sig út úr kapphlaupinu þegar kom að því að bjóða í þriðja sinn um réttinn. Heimildir Viðskiptablaðsins segja að kaupverðið sé á milli 1.300 og 1.400 milljónir króna fyrir þrjú ár.

Þetta staðfestir Magnús Ragnarsson,  sjónvarpsstjóri á Skjá Einum, í samtali við netmiðilinn Fótbolti.net rétt áðan.

Annarri umferð tilboða frá Skjásport sem nú er með sýningarréttinn lauk nú í hádeginu þegar Sýn og Skjásport sendu inn tilboð númer 2 til ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrstu umferð lauk með jafntefli, þar sem of lítið munaði á tilboðum stöðvanna tveggja og því var boðið til annarrar umferðar. Henni lauk á hádegi og þá kom í ljós að enn voru tilboðin of jöfn og því óskaði enska úrvalsdeildin eftir þriðju umferð.

Sýn fær réttinn til að sýna frá leikjum í ensku knattspyrnunni keppnistímabilin 2007 - 2010.

Sýningar á ensku knattspyrnunni hafa verið á allt að fimm rásum samtímis en Sýn hefur aðeins yfir að ráða þremur rásum í dag.