Seðlabanki Englands ákvað í gær að hækka stýrivexti um 25 prósentustig og eru vextir bankans nú 5%, en með hækkuninni er ætlunin að draga úr verðbólgu. Bankinn nefndi mikinn hagvöxt, batnandi alþjóðaefnahagsspá og hækkandi eignaverð sem ástæður fyrir hækkuninni.

Í könnun Bloomberg fréttastofunnar kom fram að allir 60 greiningaraðilar sem talað var við höfðu spáð því að bankinn myndi hækka stýrivexti í nóvember.

Samkvæmt spá bankans er talið nauðsynlegt að hækka stýrivexti enn frekar til að ná verðbólgu niður í markmið bankans, sem er tvö prósent. Vísitala neysluverðs mælist nú 2,4% og er talið að hún muni hækka á næstu mánuðum.