*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 11. október 2016 12:02

Epli lækkar verð vegna gengisbreytinga

Epli lækkar verð á Apple iPad um allt af 14% vegna styrkingar krónunnar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Epli hefur lækkað verð á Apple iPad um allt að 14%. „Við höfum ákveðið að lækka verð á flestum gerðum af iPad vegna gengislækkana. Um er að ræða flestar gerðir af iPad mini, iPad Air og iPad Pro. Jafnframt hefur geymslupláss á minnstu gerðum iPad tvöfaldast úr 16GB í 32GB. Það er talsverð bylting og gefur þeim gerðum helmingi meira geymslupláss.

Nýlega lækkuðum við einnig verð á Apple tölvum vegna gengislækkana þegar nýjar sendingar af þeim komu. Við teljum að þessar veðlækkanir muni skila sér til neytenda og út í samfélagið," segir Ásgeir Guðbjartsson, markaðssstjóri hjá Epli.

Ásgeir segir gríðarlega eftirspurn hafa verið eftir nýja iPhone 7 símanum. „Fyrstu sendingar af iPhone 7 símanum seldust upp en við eigum núna til nokkrar gerðir í verslunum okkar á Laugavegi og í Smáralind. Eftirspurnin hefur verið meiri en okkur óraði fyrir. Við erum að gera okkar besta til að anna eftirspurn."