Fjárfestingasjóðurinn VIA equity og stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, PFA, hafa nú keypt 30% hlut í Advania AB. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. VIA equity er leiðandi fjárfestingasjóður í Norður-Evrópu og PFA stærsti lífeyrissjóður Danmerkur. Sjóðirnir hafa bæst í eigendahóp Advania AB með kaupum á 30% hlut í félaginu.

Advania varð til árið 2012 við samruna nokkurra upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Nordic Mezzanine, sænskir fjárfestar og norrænir lykilstjórnendur Advania keyptu meirihluta í félaginu tveimur árum síðar og einsettu sér að auka vöxt og arðsemi þess. Advania hefur vaxið umtalsvert síðan og hefur reksturinn gengið afar vel. Í fyrra jukust tekjur félagsins um 60% milli ára og námu SEK 2.804m (ISK 35.031m) og jókst EBITDA um 59% milli ára og nam SEK 258m (ISK 3.223mEigendur Advania hafa mikla trú á að skapa viðskiptavinum aukið virði með snjallri notkun á upplýsingatækni. Sú stefna að setja hag viðskiptavina ofar öðru hefur skapað Advania stöðu sem leiðandi þjónustufyrirtæki á norrænum upplýsingatæknimarkaði. Fjárfesting VIA equity og PFA styrkir rekstur Advania enn frekar og gerir félaginu kleift að halda áfram að vaxa með stefnumiðuðum kaupum og sameiningum.

„Starfsfólkið er verðmætasta auðlind Advania og það sem gerir okkur samkeppnishæf. Við höfum verið svo lánsöm að laða að okkur margt hæfileikaríkasta fólkið í geiranum sem sameinast í að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini okkar. Sú stefna og dugnaður er forsenda fyrir velgengni okkar. Við hlökkum til að vinna með nýjum hluthöfum sem deila þessari sýn og koma með sérfræðiþekkingu sem mun efla okkur á komandi árum. Það eru spennandi tímar framundan,”  segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

„Mikil eftirspurn eftir þjónustu í upplýsingatækni heldur áfram að aukast á komandi árum. Heimurinn er að breytast, tæknin þróast hraðar en nokkru sinni fyrr og þörfin fyrir snjallar og notendavænar tæknilausnir er augljós. Advania hefur einstaka nálgun á upplýsingatækni-markaðinum, og uppfyllir þarfir viðskiptavinarins óháð framleiðendum og lausnum. Sú nálgun hefur sýnt sig að bera árangur og vakti athygli okkar. Við sjáum sóknarfæri í Advania þar sem fyrirtækjamenningin stuðlar að frekari vexti. Kaup í félaginu ríma því við fjárfestingastefnu okkar og Advania smellpassar inn í eignasafnið. Þess vegna áttum við frumkvæði að viðræðum við eigendur Advania og erum hæstánægð með árangurinn,” segir Benjamin Kramarz, meðeigandi VIA equity: