Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4% á milli mánaða í júní, sem er í takt við spár markaðsaðila, segir greiningardeild Landsbankans.

?Þetta er minni aukning en varð á milli mánaða í maí (0,6%). Einkaneysla telur um tvo þriðju hluta vergrar landsframleiðslu í Bandaríkjunum og getur því sagt talsvert um vöxt í hagkerfin," segir greiningardeildin.

Hún segir að það sé mat Michael Feroli, hagfræðings hjá JPMorgan Chase Bank í New York, að það sé að hægja á vexti.

?Hægari vöxtur mun að öllu óbreyttu hjálpa til við að minnka verðbólguþrýsting, en á móti kemur að launavísitalan í júní hækkaði um 0,6% á milli mánaða," segir greiningardeildin.