Aukinn hagnaður á Bandaríkjamarkaði gerði það að verkum að netuppboðsfyrirtækið eBay skilaði heldur meiri hagnaði en gert var ráð fyrir í áætlunum greiningaraðila. Eigi að síður hafa forráðamenn félagsins gefið í skyn að heldur kunni að hægjast á vexti félagsins á helstu mörkuðum þess. Félagið birti tölur síðastliðin miðvikudag sem bentu til þessa.

Um leið og þetta gerist hefur félagið hækkað áætlanir sínar fyrir næsta ár. Í þeim tölum kemur fram sterk sannfæring fyrir því að kaupin á Skype muni skila miklu til félagsins en eBay keypti Skype fyrir 2,6 milljarða dollara nýlega. Áætlanir eBay gera ráð fyrir að Skype skili sem svarar 200 milljóna dollara tekjum til félagsins á næsta ári.