Það lítur út fyrir að breska flugfélagið, easyJet ætli að fella niður eina af flugleiðum sínum til Íslands, en það gæti fækkað erlendum ferðamönnum til landsins um allt að 1300 á mánuði. Þessu greinir Túristi.is frá.

EasyJet, sem er næststærsta lággjaldaflugfélag Evróp,  hóf að fljúga til íslands frá Luton þrisvar í viku í lok mars árið 2012. En nú þremur árum síðar félagið orðið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Það býður upp á rúmlega hundrað áætlunarferðir í mánuði til Íslands frá sex breskum flugvöllum og einnig Basel og Feng í Sviss.

Í dag er hægt að bóka vetrarflug til allra þessara áfangastaða nema til Genfar. Samkvæmt bókunarvél easyJet verður síðasta ferð farin til Genfar 24. október, en ekki hefur tekist að fá þessar breytingar staðfestar frá upplýsingafulltrúum flugfélagsins.

Svissneskum og frönskum gestum gæti fækkað

Ef ekkert verður úr áætlunarflugi félagsins til Genfar næsta vetur má áætla að farþegum félagsins á Keflavíkurflugvelli fækki um allt að 1300 í hverjum mánuði. Þar sem Genf liggur á landamærum Sviss og Frakklands er líklegt að báðar þjóðir nýti sér áætlunarflug félagsins hingað til lands og að ferðamönnum frá báðum löndum myndi því fækka hér á landi í kjölfarið nema önnur flugfélög fylli skarð easyJet.