Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarkeðjunnar World Class, segir að fall Straums-Burðarás Fjárfestingarbanka hafi ekki áhrif á rekstur líkamsræktarstöðva Equinox í Danmörku.

Þremur líkamsræktarstöðvum af 16 í Danmörku, sem reknar eru undir nafni Equinox, var lokað fyrr í vetur.

Að sögn Björns er þetta gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti sagði hann að rekstur Equinox gengi þokkalega.

Björn keypti Equinox í lok árs 2006 í samstarfi við Straum-Burðarás en keðjan var þá talin leiðandi í Danmörku.

Björn segist hafa keypt Equinox út úr félaginu síðasta sumar. „Er ekki allt til sölu ef rétt verð fæst?“ sagði Björn.