Christy Walton hefur verið ríkasta kona í heimi í átta ár, að mati Forbes tímaritsins. Christy er ekkja John Walton, sem var sonur Sam Walton stofnanda Wal-mart keðjunnar.

Aðeins munaði 1 milljarði dala á eignum Walton og Liliane Bettencourt, erfingja L'Oreal snyrtivöruframleiðandans, í mars þegar Forbes gaf út lista sinn yfir efnuðustu konur heims.  Forbes taldi Walton eiga 41,7 milljarða en Bettencourt 40,7 milljarðar.

Í dag kom hins vegar í ljós að Forbes hafði ofmetið eignir Christy verulega. John Walton arfleiddi stórum hluta eigna sinna í góðagerðamál og til barna sinna. Því erfði Christy mun minni hluta eigna John en Forbes hafði áður talið.

Í dag eru eignir Christy metnar „á aðeins“ 5 milljarða dala, 635 milljarða króna, en ekki tæplega 30 milljarða eins og Forbes taldi í gær, eða um 3.800 milljarða króna. Forbes uppreiknar lista sinn á hverjum virkum degi en gefur hann formlega út árlega, að jafnaði í mars.