Hannes Smárason vildi ekki að fram færi áreiðanleikakönnun á þeim eignum sem Pálmi Haraldsson í Fons ætlaði að setja inn í Northern Travel Holding á móti FL Group í desember 2006 þegar stofnun NTH var undirbúin. Þá hafði Gunnar Sturluson, lögmaður á Logos sem gætti hagsmuna FL, lagt til að fengnar yrðu rekstrarupplýsingar frá Fons til að leggja mat á virði eignanna. Sendi hann póst á Hannes, sem þá var forstjóri FL Group, Bernhard Bogason og Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra hjá félaginu, um þetta efni.

„Er þetta nú ekki óþarfi?? Skile ekki þessi komment. Við erum ekki að far í DD á þessar eignir, gengur ekki kv HS.“ Þetta var svar Hannesar Smárasonar við þessum tillögum. Daginn eftir kynnti Hannes stofnun NTH fyrir stjórn FL Group þar sem samþykkt var einróma að gefa Hannesi leyfi til að klára viðskiptin og selja Sterling um leið út úr FL Group í Sterling.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaði vikunnar í öðrum hluta af þremur í úttekt á NTH-fléttunni. Farið er yfir samskipti Hannesar og Pálma í aðdraganda stofnunarinnar og greint frá því hvernig tilteknar eignir voru metnar inn í NTH.

Annað efni í Viðskiptablaðinu:

  • Viðtal við Kristínu Pétursdóttur forstjóra Auðar Capital.
  • Róbert Wessmann fer yfir brotthvarf sitt frá Actavis.
  • Hagar losuðu stjórnendur við bréf í fyrirtækinu fyrir yfirtöku Kaupþings.
  • Katrín Pétursdóttir í Lýsi segist geta selt helmingi meira lýsi.
  • Spurt var hvort fólk treysti Jóhönnu, Össuri og Steingrími í Icesave og ESB.
  • Og margt, margt fleira...