Þúsundir evrópska bænda frá Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi mótmæltu á götum Brussels í dag. Meðal annars lögðu þeir um þúsund trakterum og komu þannig í veg fyrir að bílar komust leiða sinna. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist vera vel meðvituð um ástandið. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hjálp ESB mun aðallega snúa að mjólkurvöruframleiðendum þar sem bæði viðskiptabann Rússa og ný lög á mjólkurvörumarkaði hafa sett stórt strik í reikninginn þar á bæ. Einnig hafa breyttar neysluvenjur og minni eftirspurn frá Kína haft áhrif á rekstur þeirra.

Samkvæmt lögreglunni í Brussel eru um 4800 bændur og 1450 traktorar mættir til að mótmæla.