Með skattalækkunum og einkavæðingu síðustu ára hafa tekjur og gjöld hins opinbera vaxið gríðarlega. Tekjurnar eru nú um helmingur landsframleiðslu.

Einhver líkti hinu opinbera einhvern tímann við snjóbolta sem rynni niður snævi þakta fjallshlíð og stækkaði og stækkaði, uns hann steyptist út í kolsvart og úfið hafið. Vissulega virðist reynslan styðja þessa kenningu því saga síðustu hundrað ára er saga hins sívaxandi ríkisvalds. En til þess að sannreyna þessa kenningu er ekki nóg að líta til reynslunnar, heldur verður að horfa á grundvallarástæður þessarar þróunar.

Þá er gott að fara aðeins yfir sviðið og horfa á það utanfrá. Af hverju stækkar hið opinbera? Svarið við þeirri spurningu liggur í eðli þessarar stofnunar, sem forkólfar íslensks þjóðlífs hafa komið á og byggt upp á síðustu áratugum eða -hundruðum. Það felst ekki í því að þeir sem með ríkisvaldið hafa farið hafi verið vondir menn, eða að hægt sé að bera brigður á góðan ásetning þeirra. Það liggur í kerfinu sjálfu, sem hefur óumflýjanleg áhrif á hegðun þeirra sem innan þess og utan eru.

Nánar er fjallað um vöxt hins opinbera í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta látið opna fyrir hann með því að senda tölvupóst á [email protected] .