Er Ísland gjaldþrota? þannig er yfirskrift hádegisverðarfundar FVH á Grand hótel Reykjavík sem haldinn verður í dag. Eftir hið efnahagslega hrun hafa margir velt fyrir sér hver sé hin raunverulega staða þjóðarbúsins, hvort þjóðin þurfi að greiða allar þær skuldir sem týndar hafa verið til og hvort greiðslugetan sé til staðar. FVH hefur fengið til liðs við sig hagfræðinga til að svara þessum spurningum en skoðanir eru mjög skiptar í þessum efnum.

Frummælendur á fundinum eru Dr. Tryggvi Þór Herbertsson prófessor og fjallar um skuldir ríkissins og söðu ríkissjóðs. Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis, fjallar um erlendar skuldir þjóðarbúsins.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Í pallborði sitja Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og Dr. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík, auk Tryggva Þórs og Haraldar.