Að undanförnu hefur umræða um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi verið mjög í deiglunni og ekki síst hvað varðar tengingu landsins við Evrópusambandið. Aukinn þrýstingur hefur verið á það úr atvinnulífinu að kostir þess að kasta krónunni og taka upp evru verði skoðaðir í fúlli alvöru og undir það hefur verið tekið af málsmetandi stjórnmálamönnum, þó vissulega hafi þeim einnig verið svarað fullum hálsi.


Enginn deilir um það að Ísland er hluti Evrópu, þó margir tali um landið sem útvörð álfunnar; þangað liggja sterkustu efnahagstaugar landsins ? bæði inn og út úr landinu ? og eins eru menningartengslin þangað afar sterk, þó sjálfsagt megi færa fyrir því rök að Íslendingar eigi æ meiri samleið með Engilsöxum í því tilliti, jafnvel svo að ýmsir harma það á opinberum vettvangi.

En það er athyglisvert, að þegar litið er til tölfræði ýmis konar, sérstaklega hina hagfræðilegu, virðist þjóðfélagsgerðinni hér á landi að mörgu leyti svipa meira til þess, sem tíðkast vestanhafs en á meginlandi Evrópu. Það er því ekki út í hött að velta því fyrir sér hvort Ísland geti talist hluti Evrópu með jafnafgerandi hætti og yfirleitt er talið.

Sjá úttekt Andrésar Magnússonar á miðopnu Viðskiptablaðsins í dag.