Mikil aðsókn er á fyrsta fund hins nýstofnaða Viðskiptaráðs Íslands sem haldin verður í fyrramáli í Sunnusal Radisson SAS Hótel Sögu. Fundarefnið tengist því að nú er hálft ár síðan viðskiptalífið ræddi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs um hvort Íslandsvélin væri ofhitna. Nú hittast frummælendur að nýju og fara yfir stöðu mála.

Hvernig líta hitamælarnir núna út?
Hvernig á að bregðast við þenslu á vinnumarkaði?
Áfram eða veislulok?

Frummælendur verða:

Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og ráðuneytisstjóri
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbanka Íslands
Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

Sjá nánar um fundinn í dálknum Á döfinni hér við hliðina.