Sérfræðingar á markaði velta því fyrir sér hvort krónan sé að ná einhvers konar skammtímajafnvægi í kring um gengisvísitöluna 195 eða EUR/ISK 146. Veltan er lítil og spurning hversu þáttur Seðlabankans er stór í að halda við gengið segja sérfræðingar.

Það virðist að minnsta kosti ekki svo að gjaldeyrisflæði frá útflutningsgreinum nái að styrkja krónuna að ráði þessa dagana. Þó gæti dregið til tíðinda ef markaðurinn nær að brjóta sig niður úr núverandi gildum með sannfærandi hætti, t.d. þannig að gengisvísitalan væri í eða undir 190 við lok viðskiptadags og/eða evran lokaði undir 144 kr. sagði einn sérfræðingur.

Einnig benda menn á að það líði að endurskoðun IMF undir lok mánaðar og margir vilja sjá hvort áætlun um að aflétta höftum fylgir í kjölfarið áður en þeir hreyfa sig mikið.