Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur á undanförnum misserum lýst ítrekað yfir áhyggjum af lítilli verðbólgu á evrusvæðinu. Samkvæmt mælingum sem birtust í morgun var verðhjöðnun á evrusvæðinu í desember upp á 0,2%.

Á sama tíma er ekki útilokað að Grikkland yfirgefi evruna í kjölfar þingkosninga í landinu 25. janúar. Álag á grísk ríkisskuldabréf fóru yfir 10% í morgun og hefur ekki verið hærra í rúmt ár.

Er ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

Robert Armstrong umsjónarmaður Lex í Financial Times veltir fyrir sér á vef blaðsins hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu. Armstrong ber saman verðlag í Japan frá nóvember 1990 og verðlag í evruríkjunum frá nóvember 2011. Á línuritinu sést að verðlagið fellur á sama hraða næstu þrjú árin á eftir.

Japan hefur átt við viðvarandi verðhjöðnun að stríða frá 1990. Verðlag lækkaði um 20% á 20 árum. Þegar verðlag fer lækkandi halda neytendur að sér höndum. Þeir fresta að kaupa nokkuð vegna væntinga um lægra verð og einkaneysla dregst því saman. Þetta leiddi til þess að efnahagur Japans var í lægð í tvo áratugi.

Hér má sjá Lex á vef Financial Times.