Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar er í viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hún ræðir m.a. um fangelsismál. Björt segir að Íslands sé að reka refsistefnu, en að við ættum að vinna í átt að betrun og að ekki ætti að fangelsa fólk nema það sé hættulegt samfélaginu og við vijum ekki mæta því út á götu.

Björt tekur sérstaklega dæmi um hvítflibbaglæpamenn sem sitji á Kvíabryggju og hvort nauðsynlegt sé að fangelsa þannig fólk.

„Verðum við hrædd við að ganga fram hjá þannig manneskju á Laugavegi? Er öryggi okkar ógnað? Við hljótum að þurfa að spyrja okkur að því hvort við séum að gera rétt. Það er heilmikið mál að loka fólk inni. Slík vist þarf að vera til betrunar en ekki bara til þess að refsa og niðurlægja."

Björt leggur m.a. til að rekar séu lagðar á þessa menn himinháar sektir, þeim sé bönnuð þátttaka í fjármálakerfinu eða þeir skikkaðir til tíu ára samfélagsþjónustu.

„Hvað vinnst með því að loka þessa menn inni? Ég er bara að henda þessu út. Mig langar að fá svar við því. Ef svarið er, þetta er bara svo vont fólk að það verður að loka það inni – það er búið að stela öllum peningunum mínum, þá veit ég ekki hvort við séum nokkuð betri."