Í lok árs 2007 hélt rússneski stjórnmálaskýrandinn Stanislav Belkovsky því fram að eignir Vladimir Pútin Rússlandsforseta væru yfir 40 milljarðar Bandaríkjadala.

Í samtölum við þýska tímaritið Die Welt, Washington Post, Moscov Times og fleiri fjölmiðla hélt Belkovsky því fram að Putin ætti í raun 37% hlut í olíufélaginu Surgutneftegaz. Að auki hélt hann því fram að Pútin ætti 4,5% í gasfyrirtækinu Gazprom og 75% í olíumiðlunarfélaginu Gunvor í Sviss.

Í leyniskýrslu Bandarísku leyniþjónustunnar frá árinu 2007 segir einnig að eignir Pútin hafi numið um 40 milljörðum Bandaríkjadala. Ef þetta er rétt, þá var Pútin fjórði ríkasti maður í heimi árið 2007.

200 milljarðar dala árið 2015

Bill Browder forstjóri Hermitage Capital Management var einn stærsti erlendi fjárfestirinn í Rússlandi á tímabili og stuðningsmaður Pútin. Browder hélt því fram síðasta vor að Putin eigi um 200 milljarða dala sem hann hefur stolið frá rússneska ríkínu á 14 ára valdatíma sínum.

Hafi Browder rétt fyrir sér, er Rússlandsforseti langríkasti maður heims. Næstur á eftir honum væri þá Bill Gates, með 80 milljarða dala, að mati Forbes.