Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, staðgreiddi einbýlishús í smáíbúðahverfinu sem hún keypti í sumar, að sögn DV. Kaupverðið nam 90 milljónum króna.

Húsið, sem er tæpir 300 fermetrar að stærð, var hluti af þeim eignum sem Landsbankinn eignaðist yfir yfirtöku á Sparisjóðnum í Keflavík í fyrra. Húsið var síðar auglýst til sölu hjá fasteignasölu.

Í DV segir að húsið sé veðbandalaust og því í 100% eigu Steinunnar.

Steinunn vildi ekki tjá sig um málið í samtali við blaðið og segir fasteignakaupin einkamál.

DV segir jafnframt að tekjur hennar og Páls Eiríkssonar, sem situr með henni í slitastjórn Glitnis, hafa verið miklar í gegnum tíðina eða 850 milljónir króna á síðastliðnum fjórum árum. Um var að ræða greiðslur til þeirra og fyrirtækja á þeirra vegum.