Gert er ráð fyrir því að Nokia muni kynna tvær nýjar spjaldtölvur í lok september og vefsíðan Windows Phone Central segist hafa undir höndum mynd af annarri þeirra, smá spjaldtölvu sem bera mun nafnið Lumia 1520. Skjárinn er sex tommur að stærð með 1080 punkta upplausn og 20 megapixla PureView myndavél prýðir gripinn.

Samkvæmt heimildum síðunnar verður tölvan með fjórkjarna Snapdragon örgjörva og keyrir á Windows 8 stýrikerfinu.

Samkvæmt heimildum Windows Phone Central er gert ráð fyrir því að önnur stærri Windows spjaldtölva verði kynnt til sögunnar í september.