Hagvöxtur á Bretlandi nam 2,7% á fyrsta ársfjórðungi og var hann minni en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir. Verðbólguhraðinn er undir 2% markmiði seðlabankans, vöxtur einkaneyslu hefur hægt á sér og jafnframt hefur dregið úr þenslu á fasteignamarkaði. Í kjölfarið leiða markaðsaðilar nú líkur að því að Englandsbanki lækki vexti sína fyrir árslok í því augnamiði að örva hagkerfið. segir í Hálffimm fréttum KB banka.

"Ef vaxtalækkunin gengur eftir verður þetta fyrsta vaxtalækkunin í tvö ár. Uppi eru þó efasemdaraddir varðandi vaxtalækkun því breska hagkerfið er að standa sig betur en önnur svæði innan Evrópu, til dæmis var hagvöxtur á evrusvæðinu einungis 1,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs," segir í Hálffimm fréttum.