Sjötti hver Dani hugsar ekki út í það hversu margir Facebook notendur fylgjast með þegar líkað er við myndir, myndir settar inn eða skrifaðar eru stöðuuppfærslur. Þetta sýnir könnun sem gerð var fyrir fréttastofu Danmarks Radio . Fram kom í könnuninni að 12% aðspurðra hugsa ekki út í það að ókunnugir geta séð efni sem þeir deila á Facebook.

Netsálfræðingurinn Anders Colding segir skammtímaminnið gera það að verkum að Facebook notendur muni ekki eftir nema sex til sjö Facebook-vinum í senn. Því gleymist það stundum þegar efni er deilt á samskiptavefnum að jafnvel yfirmaðurinn sé einn af vinunum sem getur fylgst með.

Anders segir þetta geta komið sér illa þegar Facebook-notendur ætla sér að svíkjast undan vinnu og tilkynna sig veika en deila síðan myndum á Facebook sem sýna annað.