Samkvæmt frumvarpi um breytingar á skattkerfinu sem nú liggur fyrir á Alþingi mun erfðafjárskattur hækka um 100% á næsta ári, úr 5% í 10%.

Jafnframt er lagt til að fríeignarmörk á hvert dánarbú hækki úr 1 m.k.. í 1,5 m. kr.

Fjallað er um breytingar á skattkerfinu, sem í flestum tilfellum fela í sér hækkanir, í ítarlegi úttekt í Viðskiptablaðinu.

Tilgangur þessarar breytingar er sagður almenn tekjuöflun fyrir ríkissjóð en talið er að hækkunin muni skila ríkissjóði nálægt 1 milljarði kr. í viðbótartekjur á næsta ári þannig að heildartekjur ríkisins af erfðafjárskatti verði um 2.350 milljónir króna.

Til þessa hefur erfðafjárskattur verið sá skattstofn einn, sem skattyfirvöld hafa ekki gengið ríkulega eftir og hefur greiðendum að miklu leyti verið í sjálfsvald sett hvernig dánarbú eru verðmetin og þar af leiðandi af þeim greitt. Eftir á að koma í ljós hvort breyting verður á því fyrirkomulagi.