Markaðir hafa víðar farið illa af stað í ársbyrjun en á Íslandi. Í morgunkorni Glitnis segir að árið hafi aldrei byrjað eins báglega á íslenskum hlutabréfamarkaði og nú en úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um rúmlega 12% í janúar.

Þegar litið er til hinna Norðurlandanna má sjá að lækkun í janúar er með svipuðu sniði og hér heima. Í Danmörku og Svíþjóð nemur lækkunin rúmlega 12% og þá hafa hlutabréf í Finnlandi lækkað um 9%. Í Noregi lækkuðu hlutabréf hinsvegar öllu meira eða um 20,5% í janúar, samkvæmt því sem segir í Morgunkorninu.