Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur aukist á síðustu vikum og það er orðið erfiðara fyrir sænska banka að fjármagna sig, að mati Stefans Ingves, seðlabankastjóra Svíþjóðar.

Þrátt fyrir að staða sænsku bankanna sé sterk, að hans mati, hefur fjármálakreppan í Bandaríkjunum teygt anga sína til Svíþjóðar og það takmarkar fjármögnunarmöguleika bankanna.

Þrátt fyrir þetta telur hann seðlabankann hafa tök á málunum; fjármálastöðugleiki sé fyrir hendi í Svíþjóð og hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við niðursveiflu.

Sumir túlkuðu ummæli Ingves þannig að seðlabankinn væri ekki í þann mund að minnka aðhald í peningamálastefnunni.