*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Erlent 11. maí 2019 12:34

Erfið byrjun Uber

Hlutabréfaverð Uber féll um 7,6% á fyrsta viðskiptadegi félagsins í kauphöllinni í New York.

Ritstjórn
epa

Hlutabréfaverð Uber féll um 7,6% á fyrsta viðskiptadegi og tókst félaginu ekki að vinna fjárfesta á sitt band, að því er kemur fram á vef BBC.

Hlutabréf Uber voru tekin til viðskipta í kauphöllinni í New York í gær. Útboðsgengi bréfa félagsins var 45 dalir á hlut en gengið hafði svo hrunið niður í 41,51 dal á hlut þegar markaðir lokuðu í gær. Á síðastliðinn fimmtudag seldi Uber á frumútboði 180 milljónir hluta á 45 dali á hlut. Við það söfnuðust 8,1 milljarður dala sem varð til þess að félagið var metið á 82 milljarða dala.

Uber hefur frá stofnun sinni aldrei náð að skila hagnaði og félagið greindi nýlega frá því að svo gæti farið að það muni aldrei skila hagnaði. Frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir áratug síðan, hefur það samtals tapað 9 milljörðum dala.  

Stikkorð: Uber