Við yfirferð á fjármálum sveitarfélaga verður ekki annað séð en að þróunin sé jákvæð þegar á heildina er litið,“ segir í nýrri ársskýrslu eftirlits­nefndar um fjármál sveitarfélaga (EFS). Sérstaklega er þess getið að veltufé frá rekstri fari hækkandi „en aukning þess er forsenda þess að skuldsettum sveitarfélögum takist að greiða niður skuldir sínar“. Þrátt fyrir að þróunin sé al­mennt jákvæð er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að mörg sveitar­félög séu svo skuldsett að fyrirséð sé að nokkur ár þurfi til að skera úr um hvort þau ráði við stöðuna.

„Fjármál Sandgerðisbæjar hafa ver­ið til umfjöllunar hjá eftirlitsnefnd­inni síðustu misseri vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins,“ segir í ársskýrslunni. Þar kem­ur fram að í september í fyrra hafi bærinn skilað skýrslu vegna samkomulags við innanríkisráðherra. Í henni var gert ráð fyrir að rekst­ur bæjarins kæmist í jafnvægi á næstu þremur árum. Forsendurnar fyrir því væri í fyrsta lagi að Sand­gerðisbær næði samningum við Eignarhaldsfélagið Fasteign um að sveitarfélagið leysti til sín þær eignir sem það leigir af Fasteign.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .