Verið að festa í sessi það ójafnræði sem hefur ríkt á markaðnum frá setningu fjármagnshafa. Þetta segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, um það samkomulag sem umboðsaðilar erlendra tryggingafélaga hafa gert við Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann segir útilokað fyrir tryggingingafélög á borð við Sjóvá að keppa við erlend tryggingafélög sem buðu upp á sparnað í erlendri mynt eftir setningu fjármagnshafta.

Samkomulag náðist á milli Seðlabankans og Allianz á Íslandi og er félaginu áfram heimilt að bjóða viðskiptavinum hér á landi upp á sparnað í erlendri mynt. Allianz þarf á móti að koma með erlendan gjaldeyri til mótvægis við yfir helming framtíðariðgjaldagreiðslna á grundvelli núgildandi samninga. Svipað samkomulag var einnig gert við Bayern Versicherung.