Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) segir stöðu framleiðendanna erfiða vegna verkfall sjómanna, sér í lagi vegna sterkrar krónu. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið að ef ekki verður samið fljótlega gætu fiskvinnslur orðið gjaldþrota.

Jón Steinn bendir á að fiskvinnslur án útgerðar „dragast eiginlega inn í þetta.“ Þar sem að þær eru hvorki í verkfalli né aðilar að samninganefndinni. Hann tekur jafnframt fram að það sé ekkert sem að vinnslurnar geti gert - og að tekur fram að sum fyrirtæki hafa jafnvel þurft að grípa til uppsagna vegna ástandsins.

Geti skaðað viðskiptatengsl

Formaðurinn imprar á því að deiluna ásamt sterku gengi íslensku krónunnar hafi þau áhrif að viðskiptatengsl við fyrirtæki erlendis, sem kaupi íslenskan fisk, geti skaðast, þá sér í lagi ef deilan dragist á langinn.

Honum virðist að deiluaðilarnir komi ekkert til með að semja og bíði því heldur eftir því að þetta verði sett í lög. Jón Steinn vonast þó til þess að menn grípi ekki til slíkra aðgerða áður en samningaleiðin verði fullreynd áður.