Nýlega tapaði Sósíalistaflokkurinn völdum í Suður-Ameríku landinu Venesúela völdum eftir um 17 ára stjórnarsetu. Stjórnarandstöðuflokkarnir fengu þá um tvo þriðju atkvæða og þingsæta á löggjafaþinginu í kosningum sem haldnar voru í landinu.

Stjórnarandstaðan hafði lofað að snúa frá stjórnarstefnu Sosíalistaflokksins sem var lengi kenndur við, og undir forystu Hugo Chaves. Undir forystu Chaves, og arftaka hans Nicolas Maduro, hafði efnahagur landsins hrunið og lífskjörum hrakað verulega, en fyrir um þremur áratugum voru lífkjör í Venesúela ein þau hæsta í Suður-Ameríku. Nú er svo komið fyrir að þrátt fyrir að landið ráði yfir olíubirgðum sem eru stærri en þær sem Sádí-Arabía ræður yfir þá er ekki hægt að kaupa klósettpappír eða aðrar nauðsynjavörur í landinu.

Nicolas Maduro, forseti Venúsúela sagði í ræðu til hersins á laugardaginn sl. að verið væri að vinda ofan af byltingunni, en það myndi orsaka valdabaráttu (e. Power struggle). Fylgismenn Maduro hafa einnig sagt að þeir muni spyrna gegn tilraunum nýrrar stjórnar til að vernda byltinguna.

Nýr meirihluti mun ekki formlega taka við völdum fyrr en í byrjun nýs árs. Meðal þess sem fráfarandi meirihluti ætlar að gera áður en hann afsalar sér völdum er t.d. að samþykkja fjölda laga til að festa byltinguna í sessi og skipa í fjölda embætta, m.a. til dómara Hæstaréttar Venesúela sem muni geta ógilt lög frá nýrri stjórn.