Erfiðara verður að safna gjaldeyrisforða ef heldur sem horfir segir Kristrún Frostadóttir hjá Greiningardeild Arion banka. Í nýútgefnum tölum frá Hagstofunni sést að einkaneysla vex um rúm 4% milli ára ef miðað er við keðjutengd verðmæti.

Einkaneysla dróst hratt saman eftir hrun en nú virðist neyslan vera komin aftur á skrið. Athyglistvert er að veiking krónunnar virðist ekki slá á innflutning eins og áður.

Samkvæmt tölum hagstofunnar óx hagkerfið um 4,5%, fjárfesting um rúm 9% og þjóðarútgjöldin því alls 3,9%