Um leið og sex nýir kaflar voru opnaðir í aðildarviðræðum Íslands við ESB komst meirihluti utanríkismálanefndar að þeirri niðurstöðu að fresta ætti viðræðum þangað til eftir kosningar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á blaðamannafundi í Brussel á þriðjudag að þessir nýju kaflar gætu verið erfiðari en sjávarútvegs- og landbúnaðarmál sem margir óttast að verði erfitt að semja um. Ekki er búist við að þeir kaflar verði opnaðir fyrr en eftir kosningar næsta vor.

Össur sagði að kaflinn um efnhags- og peningamál væri mikilvægasti kaflinn af þessum sex og lagði þá mikla áherslu á upptöku evrunnar. Í framhaldi af blaðamannafundi var Össuri tilkynnt um niðurstöðu utanríkismálanefndar.