Lee Buchheit varði hagsmuni Íslands þegar samið var við erlenda kröfuhafa eftir fjármálahrunið 2008. Fjallað er um Buchheit í Financial Times og er hvergi í greininni dregið undan í lofi á manninn. Hann er sagður eiga flekklausan feril að baki og aldrei hafa gefið tilefni til efasemda um heildindi sín og störf. Buchheit hefur komið að nær þjóðargjaldþrotum sem átt hafi sér stað eftir að hann hóf störf sem lögfræðingur í London árið 1982.

Málin eru nú orðin 24 talsins en Financial Times segir erfiðasta málið sé enn óleyst en í maí sl. var hann ráðinn af ríkisstjórn Venezúela til að fara fyrir samningum um endurskipulagningu skulda þjóðarinnar sem nema um 15 milljörðum dollara. Mikil pólitísk óvissa er í landinu en Buchheit hefur þó meiri áhyggjur af því að Venezúela semji af sér og lendi fyrir vikið í sömu gildru og Kúba sem hafi sökum þungra skuldabyrða ekki komið hagkerfinu almennilega af stað.

Buchheit segist þó bjartsýnn á að með stuðningi Bandaríkjanna geti Venezúela slegið skjaldborg um eignir ríkisins þannig að kröfuhafar geti ekki gengið að þeim. Slíkt myndi þrýsta þeim að samningaborðinu og skapa hvata til að ljúka þeim á stuttum tíma.