*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 25. júlí 2012 09:06

Erfiðir tímar hjá Peugeot

Franski bílaframleiðandinn segir nú upp 8000 starfsmönnum og lokar tveimur framleiðslustöðvum.

Ritstjórn

Annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu, Peugeot, tapaði 819 milljónum evra á fyrri helmingi þessa árs. Sala síðustu sex mánuði féll um um 5,1%.

Þessi franski bílaframleiðandi skilaði 806 milljónum evra í hagnað á fyrri helmingi ársins 2011 en vonast er til að fyrirtækið komi sér aftur á strik árið 2014.

Áætlanir eru um að fækka starfsmönnum um 8000 og loka tveimur framleiðslustöðvum í París. Erfiðleikar á evrusvæðinu hafa haft mikil áhrif á Peugeot en tekist hefur að minnka skuldir fyrirtækisins um 1 milljarð evra en eftir standa skuldir sem nema 2,4 milljörðum evra.