Hrefna Sætran, eigandi Skelfiskmarkaðarins, segir að ekki hafi verið tekið nein ákvörðun um hvort til standi að loka staðnum. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður í lok ágúst á síðasta ári, en erfiðaleikar steðja nú að rekstrinum. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Hrefna segir við Fréttablaðið að staðan sé erfið, rétt eins og hjá fleiri veitingastöðum. Hún segir að allir sé að gera sitt besta til að koma í veg fyrir það að staðurinn verði lokaður. „Ekki að svo stöddu. Okkur langar ekki að gera neitt svoleiðis. Við erum að reyna að finna leiðir til að spara hér og þar." hefur Fréttablaðið eftir henni.

Hrefna er einnig eigandi veitingahúsanna Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins. Á síðastliðinn föstudag var síðasti dagurinn sem Grillmarkaðurinn var opinn í hádeginu og nú verður staðurinn aðeins kvöldstaður. Þessi sama ákvörðun var tekin með Fiskmarkaðinn fyrir um tveimur árum.

Hrefna segir að launakostnaður og leiga hafi hækkað, frá því fyrir tveimur árum. Þá hafi hráefnin hækkað mikið í verði. Matreiðsla og sala á fínni hráefnum standi ekki undir sér í hádegi, þegar verðið sé lægra en á kvöldin.

Hrefna segir við Fréttablaðið að hún finni fyrir því að færri heimsæki veitingahúsin en áður. Hún hafi rætt við aðra veitingahúsaeigendur og að staðan sé svipuð víða; „Það eru allir í smá sjokki eftir janúar."

Greint var frá því því í lok nóvember að eitraðar ostrur hafi valdið 48 viðskiptavinum Skelfiskmarkaðarsins matareitrun af völdum nóróveiru. Hrefna telur að þetta atvik hafi haft áhrif á reksturinn. „Það var brjálað að gera en svo kemur matarveikin inn. Þeim fækkaði sem pöntuðu borð og það setti strik í reikninginn. Það voru utanaðkomandi ástæður sem við gátum ekkert gert að," hefur Fréttablaðið eftir henni.