*

sunnudagur, 16. maí 2021
Erlent 15. febrúar 2012 23:19

Erfiður markaður í Evrópu minnkaði hagnað Peugeot

Franski bílarisinn ætlar að selja eignir til að mæta áföllum síðasta árs.

Ritstjórn

Hagnaður franska bílaframleiðandans PSA Peugeot Citroën lækkaði um 48% árið 2011. Hagnaður ársins nam 588 milljónum evra en nam 1,13 milljörðum evra árið á undan.

Stjórnendur Peugeot tilkynntu í kvöld að eignir verði seldar, aðhald aukið og hætt við útþennslu í Asíu vegna versnandi afkomu.

Erfiðar markaðsaðstæður í Evrópu ollu mun verri afkomu á síðari hluta ársins 2011 en áætlanir gerðu ráð fyrir.