Markaður með útivistarfatnað fer stækkandi hérlendis. Það eru helst fjögur fyrirtæki sem bítast á þessum markaði en það eru 66°Norður (Sjóklæðagerðin hf.), Cintamani ehf., ZO-ON (ZO-International ehf.) og Icewear (Drfía ehf).

Af ársreikningum þessara fyrirtækja að dæma má draga þá ályktun að þetta sé töluvert erfiður rekstur enda yfirbyggingin töluverð, sem og birgðarhald. Til að mynda reka þessi fjögur fyrirtæki samtals 25 sérverslanir. Þá er efnis- og framleiðslukostnaður einnig töluvert mikill í fataframleiðslu. Cintamani var rekið með tapi árið 2012, ZO-ON var nánast á núllinu í fyrra en Icewear og 66¨Norður skiluðu hagnaði.

Fyrirtækin eiga það sammerkt að framleiða allt frá nærfötum upp í þykkar dúnúlpur. Icewear framleiðir hluta af sinni vörulínu í verksmiðju sinni í Vík í Mýrdal.

Að öðru leyti fer framleiðsla fyrirtækjanna að mestu fram í verksmiðjum í Austur-Evrópu eða Kína. 66°Norður sker sig úr að því leyti að fyrirtækið á þrjár verksmiðjur í Lettlandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .